Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2024 14:15 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, líst illa á innkomu Hagkaups á áfengismarkað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13