Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2024 14:15 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, líst illa á innkomu Hagkaups á áfengismarkað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13