Halda áfram árásum á Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 14:59 Sprengjur dynja enn á Rafah þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins. AP/Ramez Habboub Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira