Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2024 19:36 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54