Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 15:01 Þórdís Ingadóttir, prófessor og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir Ísraelsmönnum þyngjast róðurinn á alþjóðavísu. Vísir/Arnar Halldórsson Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís. Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís.
Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44
Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26