Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:47 Pilturinn hlaut í dag sjö ára fangelsisdóm í Eystri Landsrétti, áfrýjunardómstól í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33