Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:57 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“