Fótbolti

Courtois fer ekki með Belgum á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thibaut Courtois verður að sætta sig við að horfa á EM heima í stofu.
Thibaut Courtois verður að sætta sig við að horfa á EM heima í stofu. Getty/Burak Akbulut

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, verður ekki með belgíska landsliðinu á EM í fótbolta í sumar.

Courtois gæti unnið Meistaradeildina með Real Madrid um næstu helgi en hann verður ekki Evrópumeistari landslið í sumar. Landsliðsþjálfarinn Domenico Tedesco ákvað að velja hann ekki í EM-hópinn sinn. Hópurinn var gefinn út í dag.

Courtois sleit krossband í ágúst en er kominn til baka og spilaði sinn fyrsta leik í byrjun maí. Það er búist við því að hann standi í markinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Borussia Dortmund en sá leikur fer fram á Wembley um næstu helgi.

Markverðir liðsins verða Koen Casteels hjá VfL Wolfsburg, Matz Sels hjá Nottingham Forest og Thomas Kaminski hjá Luton Town.

Romelu Lukaku og Kevin de Bruyne eru báðir í hópnum og líka leikjahæsti landsliðsmaður belgíska landsliðsins sem er Jan Vertonghen.

  • Landsliðshópur Belgíu á EM:
  • Markmenn: Koen Casteels (VfL Wolfsburg), Thomas Kaminski (Luton Town), Matz Sels (Nottingham Forest)
  • Varnarmenn: Timothy Castagne (Fulham), Maxim De Cuyper (Club Brugge), Zeno Debast (Anderlecht), Wout Faes (Leicester City), Thomas Meunier (Trabzonspor), Jan Vertonghen (Anderlecht), Arthur Theate (Stade Rennais), Axel Witsel (Atlético Madrid)
  • Miðjumenn: Yannick Carrasco (Al Shabab), Kevin De Bruyne (Manchester City), Orel Mangala (Lyon), Amadou Onana (Everton), Youri Tielemans (Aston Villa), Arthur Vermeeren (Atlético Madrid), Aster Vranckx (vfL Wolfsburg)
  • Framherjar: Johan Bakayoko (PSV Eindhoven), Charles De Ketelaere (Atalanta), Jeremy Doku (Manchester City), Romelu Lukaku (Roma), Dodi Lukebakio (Sevilla), Lois Openda (RB Leipzig), Leandro Trossard (Arsenal).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×