Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 22:51 Flökunarmeistarinn kenndi frambjóðendum hvernig á að flaka fisk. Vísir/Einar Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel. Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel.
Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira