Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 08:40 Snorri Barón Jónsson sést hér með Emmu Lawson sem er ekki lengur efnilegasta CrossFit kona heims heldur orðin ein sú allra besta. @snorribaron Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum. Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira