Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 12:00 Belgíski dómarinn Wesli De Cremer hefur hér farið í skjáinn. Getty/Isosport/ Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar. „Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR
Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira