Lífsskráin geti auðveldað aðstandendum að taka erfiðar ákvarðanir Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 14:29 Ingrid telur mikilvægt að fólk ræði þessi óskir sínar og vilja við aðstandendur og ástvini. Vísir/Vilhelm Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar - félags um dánaraðstoð, segir það ákaflega jákvætt að koma eigi upp svokallaðri Lífsskrá. Þar mun fólk geta skráð niður vilja sinn um takmarkaða meðferð við lífslok geti það ekki tekið ákvörðun sjálft. Ingrid ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um sjúkraskrár, landlækni og lýðheilsu. Verði frumvarpið samþykkt verður slík skrá sett á stofn. Ingrid segir félagið fagna stofnun slíkrar skrár. Þetta auki þátttöku sjúklinga í meðferðarvali. Skráin hafi verið til 2005 til 2015 en þáverandi landlæknir hafi lagt hana niður. Ýmsar ástæður voru fyrir því en skráin var til dæmis aðeins þá til á pappír, fólk hafi átt að fylla hana út í fjórum eintökum og votta hana. Eintökunum hafi svo verið dreift til ólíkra aðila eins og sérstaks talsmanna, heimilislæknis og Landlæknis. Því hafi hún aðeins verið aðgengileg á skrifstofutíma og það hafi oft komið sér illa þegar atvik áttu sér stað utan skrifstofutíma. Þá hafi skort lagastoð fyrir skránni. Hún hafi verið ígildi viljayfirlýsingar og ekki alltaf hægt að taka tillit til hennar vegna þess að fólk gæti mögulega hafa skipt um skoðun. Vilji fólks einn daginn geti verið annar einhvern annan dag. Það sem hafi breyst sé Heilsuvera og möguleikinn á að hafa slíka skráningu miðlæga. Hingað til hafi þessar upplýsingar aðeins verið skráðar þar sem þær eru teknar niður, það er á ákveðnum deildum spítalans eða eitthvað slíkt. Fyrirkomulagið á skránni verði þó þannig að einstaklingar geta ekki sjálfir breytt upplýsingunum í lífsskánni sinni einir heldur er það aðeins gert eftir samtal við heimilislækni. Ingrid segir að í skránni geti fólk látið skrá það ef það vill takmarkaða meðferð við lífslok við ákveðnar aðstæður eins og ef fólk með krabbamein á lokastigi, mikla heilabilun eða hjartabilun. „Við erum í raun að tala um að halda að sér höndum.“ Hjartahnoð eða lyfjagjöf Meðferðir sem þetta gæti átt við eru til dæmis hjartahnoð eða lyf til endurlífgunar eða jafnvel sýklalyf, næringu eða vökva í æð fyrir háaldraða manneskju sem fær lungnabólgu að sögn Ingridar. Fólk megi hafna meðferð og með þessari skrá sé hægt að hafa það skráð og skýrt. „Maður hefur alveg heyrt sögur af því að fólk hafi skráð þessar upplýsingar og sjúkraflutningamenn mæta svo á staðinn og byrja að hnoða. Í stað þess að skoða fyrst þessar upplýsingar,“ segir hún og að það þurfi að skoða vel að það verði gert. Ingrid segir að það þurfi einnig að skoða hvort eða hver aðkoma hjúkrunarfræðinga gæti verið að þessu verkefni. Þær séu oftast í meiri nánd og góðri aðstöðu til að hefja svona samtal. „Í framtíðinni væri líka hægt að skrá upplýsingar um dánaraðstoð þegar hún verður heimiluð,“ segir Ingrid. Á eftir öðrum þjóðum Ingrid segir Íslendinga nokkuð eftir á öðrum þjóðum þegar kemur að þessum málum. Á ensku kallist þetta advanced directive eða living will og aðrar þjóðir hafi verið með eitthvað svona fyrirkomulag lengi. „Oft sitja aðstandendur uppi með þessa ákvörðun þegar einhver náinn aðstandandi eða ástvinur veikist og eru settir í erfiða stöðu,“ segir Ingrid. Fólk muni auðvitað áfram veikjast og aðstandendur þurfa að takast á við það en verði af stofnun lífsskrárinnar verði þessar upplýsingar í það minnsta skráðar þar. Ingrid segir einstaklinga á sama tíma bera ábyrgð á því að ræða þessi mál við aðstandendur og ástvini. Þeirra óskir og vilja verði þau einhvern tímann í þeirri aðstöðu að geta ekki tekið slíkar ákvarðanir sjálf. Þá segist hún óska þess að víðtæk umræða fari fram um þessi mál á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Dánaraðstoð Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um sjúkraskrár, landlækni og lýðheilsu. Verði frumvarpið samþykkt verður slík skrá sett á stofn. Ingrid segir félagið fagna stofnun slíkrar skrár. Þetta auki þátttöku sjúklinga í meðferðarvali. Skráin hafi verið til 2005 til 2015 en þáverandi landlæknir hafi lagt hana niður. Ýmsar ástæður voru fyrir því en skráin var til dæmis aðeins þá til á pappír, fólk hafi átt að fylla hana út í fjórum eintökum og votta hana. Eintökunum hafi svo verið dreift til ólíkra aðila eins og sérstaks talsmanna, heimilislæknis og Landlæknis. Því hafi hún aðeins verið aðgengileg á skrifstofutíma og það hafi oft komið sér illa þegar atvik áttu sér stað utan skrifstofutíma. Þá hafi skort lagastoð fyrir skránni. Hún hafi verið ígildi viljayfirlýsingar og ekki alltaf hægt að taka tillit til hennar vegna þess að fólk gæti mögulega hafa skipt um skoðun. Vilji fólks einn daginn geti verið annar einhvern annan dag. Það sem hafi breyst sé Heilsuvera og möguleikinn á að hafa slíka skráningu miðlæga. Hingað til hafi þessar upplýsingar aðeins verið skráðar þar sem þær eru teknar niður, það er á ákveðnum deildum spítalans eða eitthvað slíkt. Fyrirkomulagið á skránni verði þó þannig að einstaklingar geta ekki sjálfir breytt upplýsingunum í lífsskánni sinni einir heldur er það aðeins gert eftir samtal við heimilislækni. Ingrid segir að í skránni geti fólk látið skrá það ef það vill takmarkaða meðferð við lífslok við ákveðnar aðstæður eins og ef fólk með krabbamein á lokastigi, mikla heilabilun eða hjartabilun. „Við erum í raun að tala um að halda að sér höndum.“ Hjartahnoð eða lyfjagjöf Meðferðir sem þetta gæti átt við eru til dæmis hjartahnoð eða lyf til endurlífgunar eða jafnvel sýklalyf, næringu eða vökva í æð fyrir háaldraða manneskju sem fær lungnabólgu að sögn Ingridar. Fólk megi hafna meðferð og með þessari skrá sé hægt að hafa það skráð og skýrt. „Maður hefur alveg heyrt sögur af því að fólk hafi skráð þessar upplýsingar og sjúkraflutningamenn mæta svo á staðinn og byrja að hnoða. Í stað þess að skoða fyrst þessar upplýsingar,“ segir hún og að það þurfi að skoða vel að það verði gert. Ingrid segir að það þurfi einnig að skoða hvort eða hver aðkoma hjúkrunarfræðinga gæti verið að þessu verkefni. Þær séu oftast í meiri nánd og góðri aðstöðu til að hefja svona samtal. „Í framtíðinni væri líka hægt að skrá upplýsingar um dánaraðstoð þegar hún verður heimiluð,“ segir Ingrid. Á eftir öðrum þjóðum Ingrid segir Íslendinga nokkuð eftir á öðrum þjóðum þegar kemur að þessum málum. Á ensku kallist þetta advanced directive eða living will og aðrar þjóðir hafi verið með eitthvað svona fyrirkomulag lengi. „Oft sitja aðstandendur uppi með þessa ákvörðun þegar einhver náinn aðstandandi eða ástvinur veikist og eru settir í erfiða stöðu,“ segir Ingrid. Fólk muni auðvitað áfram veikjast og aðstandendur þurfa að takast á við það en verði af stofnun lífsskrárinnar verði þessar upplýsingar í það minnsta skráðar þar. Ingrid segir einstaklinga á sama tíma bera ábyrgð á því að ræða þessi mál við aðstandendur og ástvini. Þeirra óskir og vilja verði þau einhvern tímann í þeirri aðstöðu að geta ekki tekið slíkar ákvarðanir sjálf. Þá segist hún óska þess að víðtæk umræða fari fram um þessi mál á Íslandi
Heilbrigðismál Landspítalinn Dánaraðstoð Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira