Fyrsti Evróputitil grísks félagsliðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kostas Fortounis, fyrirliði Olympiacos, lyftir Sambandsdeildarbikarnum.
Kostas Fortounis, fyrirliði Olympiacos, lyftir Sambandsdeildarbikarnum. getty/Robbie Jay Barratt

Þetta er í fyrsta sinn sem grískt félagslið vinnur Evrópukeppni. Vonbrigðin eru hins vegar mikil hjá Fiorentina sem tapaði einnig í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í fyrra, þá fyrir West Ham United.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og allt fram á 116. mínútu þegar Ayoub El Kaabi skoraði fyrir Olympiacos.

Markið var grandskoðað á myndbandi en sú skoðun tók næstum því fimm mínútur. Að lokum var markið dæmt gilt og það dugði Olympiacos til sigurs.

Þjálfari liðsins er Spánverjinn José Luis Mendilibar. Hann gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum á síðasta tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira