Setuverkfall í utanríkisráðuneytinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 11:00 Á milli tuttugu og þrjátíu manns hafa komið sér fyrir í andyrri ráðuneytisins. Aðsend Setuverkfall stendur yfir í utanríkisráðuneytinu þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins. Yfirskrift mótmælanna er aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar þjóðarmorð á Gaza. Mótmælandi segir stefnuna að trufla störf yfirvalda þar til þau bregðist við. Tuttugu til þrjátíu manns hafa safnast saman í andyrri ráðuneytisins. Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur sem er á staðnum. Hún segir hópinn ekki sætta sig við að daglegt líf gangi sinn vanagang hér á landi á meðan þjóðarmorð sé framið á Gaza. Hópurinn hefur farið fram á að ræða við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, eða næstráðanda hennar ef hún er ekki á staðnum, en ekki hefur verið brugðist við þeirri beiðni og Salvör segir ekki mikil afskipti verið höfð af þeim. Salvör segir mótmælin muni standa yfir eins lengi og þörf sé á. „Okkar markmið er að láta þau grípa til aðgerða,“ segir Salvör. Okkar stefna er að skipuleggja truflun á eðlilegum störfum yfirvalda þar til þau bregðast við. Tími aðgerðarleysis er liðinn. Mikil læti eru í húsinu þar sem mótmælendur berja á trommur auk þess að syngja og hrópa. Salvör segir þó allt fara friðsamlega fram. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá hópnum: Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína! Nánar verður rætt við mótmælendur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns hafa safnast saman í andyrri ráðuneytisins. Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur sem er á staðnum. Hún segir hópinn ekki sætta sig við að daglegt líf gangi sinn vanagang hér á landi á meðan þjóðarmorð sé framið á Gaza. Hópurinn hefur farið fram á að ræða við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, eða næstráðanda hennar ef hún er ekki á staðnum, en ekki hefur verið brugðist við þeirri beiðni og Salvör segir ekki mikil afskipti verið höfð af þeim. Salvör segir mótmælin muni standa yfir eins lengi og þörf sé á. „Okkar markmið er að láta þau grípa til aðgerða,“ segir Salvör. Okkar stefna er að skipuleggja truflun á eðlilegum störfum yfirvalda þar til þau bregðast við. Tími aðgerðarleysis er liðinn. Mikil læti eru í húsinu þar sem mótmælendur berja á trommur auk þess að syngja og hrópa. Salvör segir þó allt fara friðsamlega fram. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá hópnum: Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína! Nánar verður rætt við mótmælendur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla eftir ríkisstjórnarfund á morgun.
Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína!
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira