Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 15:45 Treyja Leeds United mun bera merki Red Bull á næsta tímabili. Getty/Visionhaus Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira