Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 15:45 Treyja Leeds United mun bera merki Red Bull á næsta tímabili. Getty/Visionhaus Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira