Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 22:32 „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest,“ sagði Jón Gnarr um hvað hann myndi gera í mögulegri stjórnarkreppu. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira