„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:37 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands í dag. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images „Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag. Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira