Mike Tyson frestar bardaganum á móti Jake Paul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 10:00 Mike Tyson og Jaka Paul munu mætast bara ekki í júlí. Netflix keypti réttinn af bardaganum. @netflix Mike Tyson er ekki í ástandi til að berjast við Youtube stjörnuna Jake Paul þann 20. júlí næstkomandi og hefur því neyðst til að fresta bardaganum. Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024 Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024
Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira