Það stefndi þó ekki í það að Framarar færu með eitthvað með sér heim í Úlfarsárdalinn.
FH liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum og komst líka 3-0 yfir í leiknum.
Úlfur Ágúst Björnsson og Vuk Oskar Dimitrijevic skoruðu fyrir FH í fyrri hálfleik og Sigurður Bjartur Hallsson bætti síðan þriðja markinu við á 59. mínútu.
Alex Freyr Elísson minnkaði muninn á 63. mínútu og FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson fékk sitt annað gula spjald á 79. mínútu.
Haraldur Einar Ásgrímsson skoraði beint úr aukaspyrnunni sem var dæmd á Böðvar.
Kyle McLagan jafnaði síðan metin á 86. mínútu eftir stoðsendingu frá Haraldi.
Haraldur var áður leikmaður FH en kom til Fram í byrjun sumars.
Hér fyrir neðan má sjá öll þessi sex mörk úr leiknum í gær.