Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:01 Katrín ávarpaði stuðningsfólk sitt eftir að fyrstu tölur fóru að detta í hús. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. „Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira