Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2024 19:59 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar er ánægð með framkvæmd kosninganna. Vísir/Vilhelm Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira