Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2024 19:59 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar er ánægð með framkvæmd kosninganna. Vísir/Vilhelm Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira