Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:31 Alls 22.472 Íslendingar fengu uppáskrifuð ADHD lyf í fyrra og 26.654 fengu uppáskrifuð svefnlyf. Vísir/Egill Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi. Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi.
Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira