Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 12:32 Sánchez og Gómez á kjörstað í kosningunum í júlí í fyrra. Sósíalistaflokkur Sánchez myndaði minnihlutastjórn með öðrum vinstriflokki eftir margra mánaða þreifingar. Vísir/EPA Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“. Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“.
Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40
Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41