Vinningurinn samanstóð af flugmiðum til London fyrir tvo, hótelgistingu og tvo miða á vináttuleik Englands og Íslands í karla knattspyrnu sem fer fram á þeim fornfræga leikvangi Wembley, föstudaginn 7. júní.
Vinningshafinn var tilkynntur í beinni útsendingu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni í lok maí en Kristján Óli Sigurðsson hringdi í Guðnýju og færði henni gleðifréttirnar.
„Ég er heppnasta stelpa Íslands! Takk Netgíró, ég elska þig! Takk takk takk!“ var meðal þess sem Guðný sagði milli þess sem hún hló og grét gleðitárum.
Netgíró óskar Guðnýju til hamingju með vinninginn og væntir þess að hún eigi eftir að skemmta sér vel í London.
Netgíró hóf starfsemi árið 2013 og býður í dag einstaklingum upp á öruggar greiðslulausnir sem auka þægindi og sveigjanleika í útgjöldum og gera þeim um leið kleift að stjórna betur útgjaldadreifingu.
Það er afar einfalt að skrá sig hjá Netgíró og þá er hægt að versla í öllum helstu netverslunum landsins án þess að gefa upp viðkvæmar kortaupplýsingar eða vera með kortin við höndina. Netgíró virkar eins og stafrænt kreditkort. Úttektartímabilið er það sama og hjá kreditkortum. Það sem þú verslar í mánuðinum greiðir þú fyrsta næsta mánaðar. Síðustu ár hefur orðið mikill vöxtur í greiðsluþjónustum af þessu tagi, bæði hérlendis og erlendis.
Netverslun eykst með hverju árinu og vill Netgíró vera í fremstu röð þegar kemur að þróun greiðslulausna fyrir netverslanir sem um leið auka þægindi fyrir viðskiptavini.