Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að um sé að ræða eign fyrir fjársterka aðila. Á lóðinni er 270 fermetra íbúðarhús, hesthús, reiðhöll og hlaða. Fasteignamat eignarinnar er 99.729.000 kr og brunabótamatið 349.440.000 kr.

Íbúðarhúsið er tveggja hæða timburhús sem var byggt árið 2006. Húsið skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu í opnu rými, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, opið sjónvarpsrými, sturtuherbergi, þvottahús, búr og tvöfaldan bílskúr. Við húsið er stærðarinnar timburverönd með heitum potti.
Húsið er innréttað á afar fallegan og hlýlegan máta, sannkallað sveitasetur.







