Ósætti í Suðurnesjabæ vegna staðsetningar gervigrasvallar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:10 Óljóst er hvort meirihlutinn komi sér saman um niðurstöðu á bæjarfundinum í kvöld. Vísir Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði. Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira