Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2024 21:19 Snæ Humadóttir og Agla Björk Kristjánsdóttir eru nemendur í tíunda bekk. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk. Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk.
Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira