Að minnsta kosti 30 látnir og tugir særðir í árásum á skóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2024 06:37 Lík þeirra sem létust í árásunum á skólann voru flutt á al-Aqsa sjúkrahúsið. AP/Abdel Kareem Hana Að minnsta kosti 30 manns, þar af fimm börn, létust í loftárásum Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat, þar sem fólk á vergangi er sagt hafa hafist við. Tugir til viðbótar særðust í árásunum. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld á Gasa en al-Aqsa sjúkrahúsið í Deir al-Balah er sagt hafa tekið við 30 líkum eftir árásina á skólann og sex til viðbótar í kjölfar árásar á heimili. Ísraelsher staðfesti á X/Twitter að herþotur hefðu gert árásir á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat en hann hefði hýst hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Hryðjuverkamönnum sem hefðu haft í hyggju að láta til skarar skríða á næstunni hefði verið útrýmt og mörg skref tekin til að draga úr áhættunni á því að loftárásirnar sköðuðu aðra. Umræddur skóli var rekinn af UNRWA en samkvæmt skýrslu samtakanna sem birtist í gær hafa 455 Palestínumenn látist í úrræðum á hennar vegum frá 7. október og um 1.500 særst. Samkvæmt Læknum án landamæra hafa að minnsta kosti 70 látist í umfangsmiklum árásum Ísraelsmanna á miðhluta Gasa frá því á þriðjudag og yfir 300 særst. Karin Huster, ráðgjafi á vegum samtakanna, segir ástandið yfirþyrmandi; fólk liggi alls staðar á gólfinu á al-Aqsa og þangað séu lík flutt í plastpokum. Ísraelsmenn ítrekðuðu í gær að þeir myndu ekki láta af árásum á meðan viðræður fara fram við Hamas um mögulegt vopnahlé og lausn gísla í haldi samtakanna. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði á sama tíma að samtökin myndu ekki ganga að neinu samkomulagi nema það fæli í sér endalok aðgerða Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Tugir til viðbótar særðust í árásunum. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld á Gasa en al-Aqsa sjúkrahúsið í Deir al-Balah er sagt hafa tekið við 30 líkum eftir árásina á skólann og sex til viðbótar í kjölfar árásar á heimili. Ísraelsher staðfesti á X/Twitter að herþotur hefðu gert árásir á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat en hann hefði hýst hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Hryðjuverkamönnum sem hefðu haft í hyggju að láta til skarar skríða á næstunni hefði verið útrýmt og mörg skref tekin til að draga úr áhættunni á því að loftárásirnar sköðuðu aðra. Umræddur skóli var rekinn af UNRWA en samkvæmt skýrslu samtakanna sem birtist í gær hafa 455 Palestínumenn látist í úrræðum á hennar vegum frá 7. október og um 1.500 særst. Samkvæmt Læknum án landamæra hafa að minnsta kosti 70 látist í umfangsmiklum árásum Ísraelsmanna á miðhluta Gasa frá því á þriðjudag og yfir 300 særst. Karin Huster, ráðgjafi á vegum samtakanna, segir ástandið yfirþyrmandi; fólk liggi alls staðar á gólfinu á al-Aqsa og þangað séu lík flutt í plastpokum. Ísraelsmenn ítrekðuðu í gær að þeir myndu ekki láta af árásum á meðan viðræður fara fram við Hamas um mögulegt vopnahlé og lausn gísla í haldi samtakanna. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði á sama tíma að samtökin myndu ekki ganga að neinu samkomulagi nema það fæli í sér endalok aðgerða Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira