„Af hverju er ekki peningur í HK? Það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring“ Íþróttadeild Vísis skrifar 7. júní 2024 09:00 HK gerir nú þriðju atlöguna að því að festa sig í sessi sem lið í efstu deild karla. vísir/diego Henry Birgir Gunnarsson botnar ekkert í því af hverju HK hefur ekki meira fjárhagslegt bolmagn en raun ber vitni. Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira