Tungumálastuðningur lykillinn að bættri stöðu drengja í skólakerfinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 16:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir verkefninu. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttari áskoranir, stuðningur sem mætir kröfum drengja, skýr tilgangur og tungumálastuðningur eru lykilatriði að bættri stöðu drengja í skólakerfinu samkvæmt skýrslu á vegum tveggja ráðuneyta sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins. Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent