Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 07:01 Stuðningsmenn Englands eru ósvífnir og ganga oft ansi nærri andstæðingum sínum. Lögreglan í Þýskalandi mun hins vegar ekki lýða nasistahyllingar. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn. EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn.
EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti