Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 16:01 Elmar Gauti á titil að verja á ICEBOX. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks Elmar Gauti Halldórsson, tvöfaldur meistari á mótinu en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. „Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira