Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 16:01 Elmar Gauti á titil að verja á ICEBOX. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks Elmar Gauti Halldórsson, tvöfaldur meistari á mótinu en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. „Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Sjá meira