Stjórnarformaður Liverpool staðráðinn í að spila leiki utan Englands Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. júní 2024 08:01 Tom Werner er stjórnarformaður Liverpool og Boston Red Sox, tveggja félaga í eigu Fenway Sports Group. Winslow Townson/Getty Images Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, vill að leikir í ensku úrvalsdeildinni verði spilar á erlendri grundu. New York yrði fyrsti áfangastaður áður en frekari útbreiðsla færi af stað. „Ég er staðráðinn í að einn daginn muni leikir í ensku úrvalsdeildinni vera spilaðir í New York borg,“ sagði Werner í viðtali við Financial Times. „Ég sé jafnvel fyrir mér, frekar klikkaða hugmynd, að einn daginn gætum við spilað leik í Tókýó, einn í Los Angeles nokkrum klukkutímum seinna, einn leik enn síðar í Rio [de Janeiro], einn leik í Ríad [Sádi-Arabíu]. Gera okkur glaðan dag þar sem ensku úrvalsdeildinni er fagnað um allan heim,“ hélt hann svo áfram. Hann studdi hugmyndir sínar svo með því að segja að stuðningsmönnum liðanna yrðu boðin flug og gisting á góðu verði. Hugmyndin er svosem ekki ný af nálinni en hefur verið haldið hátt á lofti undanfarið eftir að mál Relevant Sports gegn FIFA var fellt niður og sambandið opnaði hug sinn. Framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Lið ensku úrvalsdeildarinnar hafa líka í auknum mæli undanfarin ár leitað til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Síðasta sumar var sett á fót Premier League Summer Series, þar sem nokkur félög spiluðu vináttumót í borgum Bandaríkjanna. Þá hefur Aleksander Ceferin, forseti UEFA, lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að halda leiki í Meistaradeildinni eða Ofurbikarnum utan Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
„Ég er staðráðinn í að einn daginn muni leikir í ensku úrvalsdeildinni vera spilaðir í New York borg,“ sagði Werner í viðtali við Financial Times. „Ég sé jafnvel fyrir mér, frekar klikkaða hugmynd, að einn daginn gætum við spilað leik í Tókýó, einn í Los Angeles nokkrum klukkutímum seinna, einn leik enn síðar í Rio [de Janeiro], einn leik í Ríad [Sádi-Arabíu]. Gera okkur glaðan dag þar sem ensku úrvalsdeildinni er fagnað um allan heim,“ hélt hann svo áfram. Hann studdi hugmyndir sínar svo með því að segja að stuðningsmönnum liðanna yrðu boðin flug og gisting á góðu verði. Hugmyndin er svosem ekki ný af nálinni en hefur verið haldið hátt á lofti undanfarið eftir að mál Relevant Sports gegn FIFA var fellt niður og sambandið opnaði hug sinn. Framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Lið ensku úrvalsdeildarinnar hafa líka í auknum mæli undanfarin ár leitað til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Síðasta sumar var sett á fót Premier League Summer Series, þar sem nokkur félög spiluðu vináttumót í borgum Bandaríkjanna. Þá hefur Aleksander Ceferin, forseti UEFA, lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að halda leiki í Meistaradeildinni eða Ofurbikarnum utan Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira