„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 22:17 Gareth Southgate hefur án efa látið sína menn heyra það eftir leik. Eddie Keogh/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. „Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
„Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira