„Hver sofnaði á verðinum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:01 Ingibjörg Reynisdóttir (inni í hringnum) í góðra vina hópi í stúkunni í Laugardalslaug á sólrikum degi einhvern tímann í kringum árið 1987. Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“ Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Fleiri fréttir Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Sjá meira
Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“
Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Fleiri fréttir Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Sjá meira
Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01