Hin 25 ára Noa Argamani átti hjartnæma endurfundi með föður sínum en myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfar árásar Hamasliða af henni í haldi þeirra. Reuters greinir frá.
Hinir gíslarnir sem frelsaðir voru í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu heita Almog Meir Jan, Andrey Kozlov og Shlomi Ziv. Aldur þeirra er á bilinu 21 til 40 ár. Þeir voru fundnir af ísraelsku herliði á tveimur stöðum.
Farið var með þau á sjúkrahús þar sem gáð verður að heilsu þeirra.
Um 250 gíslar voru teknir þegar Hamasliðar gerðu áhlaup á ísraelska bæi við landamærin að Gasa í október. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum eru um 130 gíslar enn í haldi Hamas. Um fjórðungur þeirra er talinn af.