Utan vallar: Þeim er ekki sama núna Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2024 15:09 Phil Foden var líkt og aðrir enskir niðurlútur í leikslok. Getty Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira