Ekki lagaheimild fyrir einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 21:00 Frá kröfugöngu til stuðnings Palestínu, en mótmælendur hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Vísir/Hjalti Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís. Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís.
Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira