Gestirnir í Häcken komust yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, en heimakonur jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik áður en Hlín lagði upp annað mark liðsins á 58. mínútu.
Það stefndi því allt í að heimakonur í Kristianstad myndu fagna sigri, en Alice Bergstrom jafnaði metin á fyrstu mínútu uppbótartíma og þar við sat.
Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en Hlín og stöllur í Kristianstad sitja í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir níu leiki, einu stigi minna en Häcken og tveimur stigum minna en topplið Rosengard.