Snjórinn hverfur fljótt og blíða tekur við fyrir norðan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2024 16:45 Veðrið hefur leikið Norðlendinga grátt undanfarna daga en bráðum lætur sólin sjá sig á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson hjá Bliku segir svalt fyrir norðan og að það verði það enn á morgun en að snjóinn taki nú rólega upp. Á þriðjudaginn mjakist hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið og að snúist í suðlægan vind á miðvikudag með aðstreymi af mildu lofti. Þetta skrifar hann í spá sína sem hann birti á heimasíðu Bliku. Mikið kuldakast hefur verið fyrir norðan undanfarna daga og hefur valdið kaltjóni á ræktarlöndum og liggur fyrir að það komi til með að hafa neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir bænda. Nú sé því þó loks að linna. „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga,“ skrifar Einar í upphafi færslunnar og vitnar í ljóð Halldórs Laxness. Eianr segir að með mildara lofti hverfi snjórinn fljótt. Hann segir umbreytinguna geta orðið undur skjóta og spáir sextán gráðu hita í Varmahlíð strax á miðvikudag. „Fylgjast þarf með köldu lægðunum á norðurhjaranum og hvort þær taki á rás í átt til okkar. Sú fyrir vestan Grænlands gæti „verpt eggi“ eða totu af svölu lofti. Henni er spáð yfir Suður-Grænland og fram hjá okkur. Önnur hæð við St. Lawrence-flóa og lítið fer fyrir, gæti myndað vænlegan hrygg og gert sig gildandi um komandi helgi (og 17. júní) á okkar slóðum. Hugsanlega sem Grænlandshæð með ekki svo kaldri N-átt eða að hæðin nái austar og þá með blíðuveðri um mikinn hluta landsins,“ skrifar Einar. Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Sjá meira
Þetta skrifar hann í spá sína sem hann birti á heimasíðu Bliku. Mikið kuldakast hefur verið fyrir norðan undanfarna daga og hefur valdið kaltjóni á ræktarlöndum og liggur fyrir að það komi til með að hafa neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir bænda. Nú sé því þó loks að linna. „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga,“ skrifar Einar í upphafi færslunnar og vitnar í ljóð Halldórs Laxness. Eianr segir að með mildara lofti hverfi snjórinn fljótt. Hann segir umbreytinguna geta orðið undur skjóta og spáir sextán gráðu hita í Varmahlíð strax á miðvikudag. „Fylgjast þarf með köldu lægðunum á norðurhjaranum og hvort þær taki á rás í átt til okkar. Sú fyrir vestan Grænlands gæti „verpt eggi“ eða totu af svölu lofti. Henni er spáð yfir Suður-Grænland og fram hjá okkur. Önnur hæð við St. Lawrence-flóa og lítið fer fyrir, gæti myndað vænlegan hrygg og gert sig gildandi um komandi helgi (og 17. júní) á okkar slóðum. Hugsanlega sem Grænlandshæð með ekki svo kaldri N-átt eða að hæðin nái austar og þá með blíðuveðri um mikinn hluta landsins,“ skrifar Einar.
Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Sjá meira