Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 20:20 Maðurinn flutti fíkniefnin í ferðatösku. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira