Ætlar ekki að tapa á móti Íslandi: „Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 09:00 Tijjani Reijnders á æfingu með hollenska landsliðinu í gær, degi fyrir leikinn gegn Íslandi. ANP via Getty Images Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins, segir sigur Íslands gegn Englandi hafa sett Hollendinga upp á tærnar fyrir leik kvöldsins. Holland og Ísland mætast í vináttuleik á De Kuip leikvanginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá. Upphitun og útsending á Stöð 2 Sport hefst 18:15. Hollendingar hituðu upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada í vináttuleik síðasta fimmtudag. „Tilfinningin er góð. Við náðum flottum úrslitum gegn Kanada í síðasta leik. Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir, Ísland er erfitt viðureignar en við erum klárir,“ sagði Tijjani í spjalli við Val Pál Eiríksson. Það kom honum aðeins á óvart að Ísland skyldi hafa unnið England síðasta föstudag á Wembley. Hann segir þetta hafa sett hollenska liðið upp á tærnar. „Já það gerði það svolítið. England er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins þannig að þetta voru frábær úrslit fyrir Ísland og skerpti bara á okkur.“ Það sást á Englendingum hversu súrt það getur verið að tapa síðasta leiknum fyrir stórmót. Fjölmiðlar þar í landi og landsmenn margir virtust gefa upp vonina á titli. Tijjani segir því mikilvægt fyrir Holland að enda á hápunkti í kvöld. „Ég vona að við endum þetta á sigri svo andinn í áhorfendum verði ennþá betri fyrir mótið. Við erum klárir og ánægðir að spila á heimavelli á morgun. Við erum með góðan hóp, öllum semur vel og allir vita hvað markmiðið er. Við viljum sýna það og njóta þess að spila.“ Klippa: Tijjani Reijnders fyrir leikinn gegn Íslandi Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00 Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Holland og Ísland mætast í vináttuleik á De Kuip leikvanginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá. Upphitun og útsending á Stöð 2 Sport hefst 18:15. Hollendingar hituðu upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada í vináttuleik síðasta fimmtudag. „Tilfinningin er góð. Við náðum flottum úrslitum gegn Kanada í síðasta leik. Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir, Ísland er erfitt viðureignar en við erum klárir,“ sagði Tijjani í spjalli við Val Pál Eiríksson. Það kom honum aðeins á óvart að Ísland skyldi hafa unnið England síðasta föstudag á Wembley. Hann segir þetta hafa sett hollenska liðið upp á tærnar. „Já það gerði það svolítið. England er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins þannig að þetta voru frábær úrslit fyrir Ísland og skerpti bara á okkur.“ Það sást á Englendingum hversu súrt það getur verið að tapa síðasta leiknum fyrir stórmót. Fjölmiðlar þar í landi og landsmenn margir virtust gefa upp vonina á titli. Tijjani segir því mikilvægt fyrir Holland að enda á hápunkti í kvöld. „Ég vona að við endum þetta á sigri svo andinn í áhorfendum verði ennþá betri fyrir mótið. Við erum klárir og ánægðir að spila á heimavelli á morgun. Við erum með góðan hóp, öllum semur vel og allir vita hvað markmiðið er. Við viljum sýna það og njóta þess að spila.“ Klippa: Tijjani Reijnders fyrir leikinn gegn Íslandi
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00 Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00
Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53
Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50