Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2024 11:46 Höskuldur hefur áhyggjur af tilraunamennsku þeirri sem Sigríður Hagalín hefur talað fyrir varðandi tungumálið. vísir/aðsend/vilhelm Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. Höskuldur svarar grein Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns og rithöfundar en hún skrifaði grein sem fór á mikið flug en þar vill hún rísa til varnar því sem kallað hefur verið kynhlutleysi í notkun tungumálsins. Höskuldur segir slíka ekki bjóða upp á neitt sem hald er í og vilji í raun ganga í berhögg við máltilfinningu sem á sér langa sögu. Tvíþættur miskilningur Höskuldur segir að í grein Sigríðar gæti tvíþætts misskilnings. „Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri,“ segir Höskuldur. Fyrsti málfræðingurinn vann verk sem má heita á heimsmælikvarða en hann hafi ekki síður verið „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“. Og í öðru lagi hafi Sigríður viljað taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt á Ríkisútvarpinu sem eru mjög áfram um að notað sé kynhlutlaust mál. Höskuldur segir þau á villigötum og hafi í raun ekki gaumgæft að neinu viti afleiðingarnar. Og tekur dæmi. Hverjir slösuðust í þessum árekstri? „… þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu,“ skrifar Höskuldur. Og málfræðingurinn heldur áfram og víkur að alþingismönnum, líklega myndi Þórhildur Sunna nota þetta eins og Ævar Örn, en ekki sé vitað hvað Katrín Jakobsdóttir átti við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. „Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum.“ Íslensk fræði Hinsegin Íslensk tunga Tengdar fréttir Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Höskuldur svarar grein Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns og rithöfundar en hún skrifaði grein sem fór á mikið flug en þar vill hún rísa til varnar því sem kallað hefur verið kynhlutleysi í notkun tungumálsins. Höskuldur segir slíka ekki bjóða upp á neitt sem hald er í og vilji í raun ganga í berhögg við máltilfinningu sem á sér langa sögu. Tvíþættur miskilningur Höskuldur segir að í grein Sigríðar gæti tvíþætts misskilnings. „Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri,“ segir Höskuldur. Fyrsti málfræðingurinn vann verk sem má heita á heimsmælikvarða en hann hafi ekki síður verið „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“. Og í öðru lagi hafi Sigríður viljað taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt á Ríkisútvarpinu sem eru mjög áfram um að notað sé kynhlutlaust mál. Höskuldur segir þau á villigötum og hafi í raun ekki gaumgæft að neinu viti afleiðingarnar. Og tekur dæmi. Hverjir slösuðust í þessum árekstri? „… þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu,“ skrifar Höskuldur. Og málfræðingurinn heldur áfram og víkur að alþingismönnum, líklega myndi Þórhildur Sunna nota þetta eins og Ævar Örn, en ekki sé vitað hvað Katrín Jakobsdóttir átti við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. „Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum.“
Íslensk fræði Hinsegin Íslensk tunga Tengdar fréttir Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50
Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01
Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00