Lífið

Katrín Edda og Markus opin­bera kynið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katrín Edda og Markus eiga von á sínu öðru barni á árinu.
Katrín Edda og Markus eiga von á sínu öðru barni á árinu. Instagram

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eiga von á dreng. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Hjónin héldu kynjaveislu fyrir fjölskyldu og vini þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns. 

Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni.

Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri.


Tengdar fréttir

Draumur Katrínar Eddu og Markúsar verður að veruleika

Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, verk­fræðing­ur og áhrifa­vald­ur, og eiginmaður hennar Markus Wass­er­baech eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau dótturina Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Fagnar stóru og sterku lærunum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir áhrifavaldur og verkfræðingur segist í sjokki yfir því að skoða myndir af sér frá því fyrir seinustu fitnesskeppnina hennar. Þar hafi lífið snúist um að verða „eins og blað.“ Markmiðið hafi verið að minnka lærin en í dag er Katrín hamingjusöm í Crossfit þar sem enginn spáir í stærð læranna, heldur styrk þeirra.

Brúðkaup ársins 2023

Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×