Siðanefnd sýknar Halldór og Vísi af kæru Arnars Þórs Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 11:35 Siðanefnd BÍ bendir Arnari Þór á að skopmynd Halldórs sé hans tjáning en ef hann telji að vegið sé að æru sinni og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómsstóla. vísir/vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs. Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs.
Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira