Frederiksen enn ekki með sjálfri sér eftir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:52 Mette Frederiksen segir eitthvað gerjast í dönsku samfélagi sem þýði að stjórnmálamenn þurfi að vera varari um sig á opinberum stöðum en áður. Vísir/EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani. Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“ Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“
Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16
Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33