Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2024 12:01 David Marshall prýddi forsíður blaðanna eftir kómíska tilraun sína til að verja langskot Patrik Schick á EM 2020. EPA-EFE/Andy Buchanan Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar. Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira