Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 21:45 Lia Thomas fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira