Fótbolti

Guð­rún og stöllur enn með fullt hús eftir risasigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård.
Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård. Getty/Gualter Fatia

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir vægast sagt sannfærandi 7-0 útisigur gegn Växjö í kvöld.

Guðrún var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Rosengård í kvöld, en Þórdís Ágústsdóttir hóf leik á miðsvæðinu hjá heimakonum í Växjö. Hún var hins vegar tekin af velli eftir rétt rúmlega klukkutíma leik.

Þá var staðan þegar orðin 4-0, Rosengård í vil. Gestirnir bættu svo þremur mörkum við á seinustu tuttugu mínútum leiksins og niðurstaðan varð því 7-0 sigur Rosengård.

eftir sigurinn er Rosengård enn á toppi sænsku deildarinnar. Liðið er nú með 30 stig af 30 mögulegum eftir tíu leiki, tíu stigum meira en Häcken sem sigur í öðru sæti. Växjö situr hins vegar í sjöunda sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×