Innlent

Deildar meiningar um á­fengi og piparúða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands.

Ráðherrar Framsóknarflokks leggjast gegn slíkri sölu ásamt ráðherrum VG en dómsmálaráðherra er ekki sátt við að fjármálaráðherra hafi sett sig í samband við lögregluna vegna málsins. 

Einnig fjöllum við um átök utan Alþingis en lögregla beitti piparúða gegn mótmælendum þar í gærkvöldi.

Þá fjöllum við um kjarasamninga sem gerðir voru í nótt um um var að ræða þá fyrstu á opinbera markaðinum í þessari lotu.

Í íþróttapakkanum fjöllum við um Mjólkubikar karla en í kvöld kemur í ljós hvaða lið leika til úrslita. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×